Vilja breyta veginum

Grindavíkurvegur. Þrír bílar lentu í hörðum árekstri á veginum við …
Grindavíkurvegur. Þrír bílar lentu í hörðum árekstri á veginum við Grindavík. Krafist er aðgerða vegna tíðra slysa. Víkurfréttir/Hilmar Bragi

„Þetta þolir enga bið og þarf að laga sem allra fyrst,“ segir Kristín María Birgisdóttir, formaður bæjarráðs Grindavíkur, um þriggja bíla árekstur sem varð á Grinduvíkurvegi í gær.

Undanfarið ár hafa nokkur slys orðið þar sem áðurnefnt slys átti sér stað, þar af tvö banaslys. Nýlega fékkst fjármagn til að breyta veginum og segir Kristín María að undirbúningur við hönnun og útboð hefjist á næstunni.

„Við höfum verið lengi að berjast fyrir því að fá þetta fjármagn í gegn. Núna höfum við fengið 200 milljónir króna sem duga fyrir fyrsta hlutanum af þessu verkefni,“ segir Kristín María, en áform eru um aðskilnað akstursstefnu á Grindavíkurvegi, milli Seltjarnar og Bláa lónsins,“ segir Kristín María í umfjöllun um mál þetta Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert