Orka náttúrunnar hefur lokið við borun á nýrri vinnsluholu í Hverahlíð og er verið er að prófa holuna, sem lofar góðu. Fram kemur í tilkynningu frá ON að holan verði nýtt til rafmagnsvinnslu og heitavatnsframleiðslu í Hellisheiðarvirkjun.
„Við prófanirnar blæs holan jarðhitagufu og sést tilkomumikill strókurinn frá henni vel frá þjóðvegi 1 yfir Hellisheiði. Með gufunni berast upp jarðhitalofttegundir, þar á meðal brennisteinsvetni, sem ekki fer þá í hreinsun í lofthreinsistöð líkt og gufa sem leidd er í gegnum Hellisheiðarvirkjun,“ segir í tilkynningunni.
Líkur séu því á að styrkur brennisteinsvetnis geti aukist tímabundið á höfuðborgarsvæðinu vegna þessa.