Styrkja Samtökin '78 um 3,5 milljónir

Rík­is­stjórn­in samþykkti á fundi sín­um í morg­un, að til­lögu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra, að veita 3,5 millj­óna kr. fram­lag af sam­eig­in­legu ráðstöf­un­ar­fé rík­is­stjórn­ar­inn­ar í verk­efni á veg­um Sam­tak­anna´78 í til­efni af 40 ára af­mæli sam­tak­anna.
Fram kem­ur á vef Stjórn­ar­ráðsins, að Sam­tök­in ´78 fagni 40 ára af­mæli sínu þann 9. maí. Af því til­efni hyggj­ast sam­tök­in ráðast í fjöl­mörg metnaðarfull verk­efni á af­mælis­ár­inu í því skyni að vekja at­hygli á þess­um merku tíma­mót­um í sögu sam­tak­anna. 

Er þar m.a. um að ræða út­gáfu veg­legs af­mæl­is­rits þar sem m.a. verður fjallað um hinseg­in fólk, sögu þess og sam­tím­ann. Þá má nefna af­mæl­is­hátíð sam­tak­anna í Iðnó, laug­ar­dag­inn 23. júní nk., þar sem hinseg­in tónlist, sög­ur og skemmt­un af hinu ýmsu tagi verður á boðstól­un­um. Þá munu sam­tök­in standa fyr­ir sögu­sýn­ingu í sam­vinnu við Þjóðminja­safnið þar sem sýn­ingu á veg­um safns­ins verður umbreytt í hinseg­in sögu­sýn­ingu. Loks stend­ur til að safna sam­an heim­ild­um úr sögu Sam­tak­anna ´78 með það fyr­ir aug­um að gefa út sögu sam­tak­anna.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert