Farið fram á lengra varðhald vegna kynferðisbrota

Maðurinn á meðal annars að hafa ítrekað ellt uppi ungan …
Maðurinn á meðal annars að hafa ítrekað ellt uppi ungan dreng þrátt fyrir nálgunarbann. mbl.is/Hari

Aðalmeðferð í máli manns sem ákærður er fyr­ir kyn­ferðis­brot gegn tveim­ur ung­um drengj­um hefst á föstu­dag. Gæslu­v­arðhald yfir mann­in­um lýk­ur á morg­un en farið verður fram á að því að verði fram­lengt um fjór­ar vik­ur.

Alls hafa verið lagðar fram tvær ákær­ur gegn mann­in­um. Sam­kvæmt Óla Inga Ólasyni, sak­sókn­ara hjá embætti Rík­is­sak­sókn­ara, er stefnt að því að klára aðalmeðferð mál­anna í þess­um mánuði. Hann seg­ir jafn­framt að um er að ræða mik­inn fjölda vitna sem get­ur haft áhrif á hvenær mál­inu ljúki.

Tveir brotaþolar og fleiri ákæru­liðir

Í öðru mál­inu er maður­inn ákærður fyr­ir að hafa nauðgað 18 ára dreng dög­um sam­an, þann 6. - 11. janú­ar á þessu ári, á dval­arstað ákærða og á gisti­heim­ili. Farið er fram á að maður­inn sæti refs­ingu, greiði all­an sak­ar­kostnað og brotaþola sex millj­ón­ir króna í miska­bæt­ur.

Hitt málið snýr að broti gegn hegn­ing­ar­lög­um og barna­vernd­ar­lög­um, en ákær­an er í fimm liðum. Maður­inn er sagður hafa tælt dreng með fíkni­efn­um, lyfj­um, gjöf­um, pen­ing­um, tób­aki og farsíma frá því að brotaþoli var 15 ára gam­all þar til hann var 17 ára. Þá er talið að maður­inn hafi meðal ann­ars átt sam­ræði við dreng­inn og tekið af hon­um klám­fengn­ar ljós­mynd­ir og hreyfi­mynd­ir. Einnig braut maður­inn ít­rekað gegn nálg­un­ar­banni.

Í seinni ákær­unni er kraf­ist að maður­inn verði dæmd­ur til refs­ing­ar og greiðslu sak­ar­kostnaðar, ásamt þriggja millj­óna króna í miska­bæt­ur til brotaþola.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka