Rannsaka kynferðisbrot gegn 16 ára á Vogi

Rannsókn málsins er nú á lokametrunum.
Rannsókn málsins er nú á lokametrunum. mbl.is/Golli

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku sem átti sér stað á sjúkrahúsinu Vogi í lok febrúarmánaðar.

Þetta staðfestir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, af ákærusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, við mbl.is.

Segir Hulda Elsa rannsókn málsins nú vera á lokametrunum. 

DV greindi upphaflega frá málinu og sagði grun leika á að stúlkan hefði verið beitt kynferðisofbeldi af eldri sjúklingi á Vogi, er hún var þar í áfengis- og vímuefnameðferð. Sjá megi á upptökum úr öryggismyndavélum hvar maðurinn var í samskiptum við stúlkuna og að hann hafi farið með hana afsíðis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert