Óska eftir skýrslu um vopnaflutninga

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna. mbl.is/Ómar Óskarsson

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­kona úr VG, ásamt tíu öðrum þing­mönn­um úr fimm stjórn­mála­flokk­um, hef­ur óskað eft­ir skýrslu frá ut­an­rík­is­ráðherra um fram­kvæmd alþjóðlegra skuld­bind­inga er varða flutn­ing á vopn­um.

Frétta­skýr­ingaþátt­ur­inn Kveik­ur á RÚV greindi frá því í lok fe­brú­ar að ís­lensk stjórn­völd hafi á und­an­förn­um árum heim­ilað flug­fé­lag­inu Air Atlanta að flytja her­gögn frá ríkj­um í Aust­ur-Evr­ópu til Sádi-Ar­ab­íu.

Þing­menn­irn­ir óska eft­ir því að ut­an­rík­is­ráðherra, Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, svari því hvort ríkið hafi brotið bann ör­ygg­is­ráðs Sam­einuðu þjóðanna um vopna­flutn­ing.

Mik­il­vægt er að í skýrsl­unni verði tek­inn af all­ur vafi um að ís­lenska ríkið standi við alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar sín­ar um vopna­flutn­inga og að í öllu hafi verið farið að ís­lensk­um lög­um þegar kem­ur að þeim und­anþágu­beiðnum sem samþykkt­ar voru og sneru að vopna­flutn­ing­um,“ seg­ir meðal ann­ars í grein­ar­gerð þar sem skýrsl­unn­ar er óskað.

Vísað er í viðtal við for­stöðumann Sam­göngu­stofu þar sem fram kom að stofn­un­in hefði enga sér­fræðiþekk­ingu um vopna- og alþjóðamál. Mik­il­vægt sé að skýrt verði tekið fram hvaða verk­ferl­ar fóru af stað inn­an stjórn­sýsl­unn­ar þegar þetta varð ljóst og hver ber ábyrgð á þeim svo að tryggja megi að ákv­arðanir af þessu tagi verði tekn­ar með nægi­lega upp­lýst­um hætti. 

Telja verður að ákvörðun um veit­ingu und­anþágu sem heim­il­ar vopna­flutn­ing sé þess eðlis að sér­stak­lega rík­ar kröf­ur um fyllstu aðgát verði að gera og að krefjast megi þess að málið verði rann­sakað til hlít­ar. Á það einkum og sér í lagi við þar sem vís­bend­ing­ar eru um að vopn fari til rík­is sem sæt­ir veru­leg­um höml­um á viðskipt­um með vopn af hálfu ör­ygg­is­ráðs Sam­einuðu þjóðanna, þar sem lík­legt er að þau verði notuð til voðaverka,“ seg­ir í grein­ar­gerðinni sem hægt er að lesa hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert