Gagnrýna ákvörðun RÚV

Ari Ólafsson steig á svið í Tel Aviv á þriðjudagskvöld.
Ari Ólafsson steig á svið í Tel Aviv á þriðjudagskvöld. mbl.is/Eggert

Nýtum ekki almannafé Íslendinga til að fegra ímynd yfirvalda sem stunda hernám og landrán, þverbrjóta samþykktir Sameinuðu þjóðanna og alþjóðalög!

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu Ísland-Palestína. Félagið mótmælir því harðlega að RÚV hafi sent fulltrúa Íslands í Eurovision-söngvakeppninni, Ara Ólafsson, til Ísraels til að syngja á tónleikunum Israel Calling.

„Stærsta upphitun“ fyrir Eurovision

Viðburðurinn er ekki á vegum Söngvakeppninnar sjálfrar en ísraelskir fjölmiðlar kynna hann sem „stærstu upphitunina“ fyrir Eurovision. Keppnin sjálf verður haldin í Lissabon í Portúgal í byrjun maí.

„Um er að viðburð á vegum ísraelska ríkisins til þess ætlaðan að skapa og ýta undir jákvæða ímynd landsins - sem beðið hefur alvarlegan hnekki vegna mannréttindabrota þarlendra stjórnvalda,“ kemur fram hjá Ísland-Palestínu.

Félagið kveðst skilja nauðsyn þess að framlag Íslands sé kynnt utan landssteinanna en þó ég umhugsunarvert að ríkisfjölmiðill Íslands sæki hátíð sem haldin er í þeim tilgangi að reyna að bæta ímynd Ísraels.

Ólöglegt hernám rétt við upphitunina

Á sama tíma og fulltrúar Íslands skemmta sér og öðrum í Tel Aviv standa ísraelsk yfirvöld að baki ólöglegs hernáms á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu, aðeins steinsnar frá hátíðinni. Lis Throssell, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi nýlega dráp ísraelska hersins á tugum Palestínumanna, þar á meðal börn, í mótmælum íbúa þar gegn hernámi og stöðugu landráni,“ segir í yfirlýsingunni.

Bent er á að Palestínumenn hafi lengi kallað eftir því að alþjóðasamfélagið sniðgangi Ísrael og setji þar með þrýsting á þarlend stjórnvöld að virða alþjóðalög og aflétta hernáminu. 

Félagið vill taka það fram að það áfellist ekki Ara Ólafsson persónulega, né aðstandendur lagsins, heldur þá ákvörðun RÚV að taka þátt í hátíð sem þessari.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka