Glitnir gæti áfrýjað til Hæstaréttar

Áfrýjunarfrestur í málinu rennur út á morgun.
Áfrýjunarfrestur í málinu rennur út á morgun. mbl.is/Eggert

Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis HoldCo, segir það koma til greina að áfrýja máli þrotabúsins gegn fjölmiðlunum Stundinni og Reykjavík Media til Hæstaréttar Íslands.

Hann bætir við að engin ákvörðun hafi verið tekin vegna þess.

Ingólfur Hauksson.
Ingólfur Hauksson.

Áfrýjunarfrestur í einkamálum til Hæstaréttar er fjórar vikur og rennur fresturinn út á morgun.

Landsréttur staðfesti 16. mars ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur um að fjölmiðlunum sé ekki skylt að afhenda gögn sem þeir hafa undir höndum um viðskiptavini Glitnis.

Þar á meðal eru gögn um viðskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og fjölskyldu hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka