Skuggi hvílir yfir þingi kennara

Frá þingi Kennarasambands Íslands á Nordica.
Frá þingi Kennarasambands Íslands á Nordica. Haraldur Jónasson/Hari

Þing Kennarasambands Íslands hófst á þriðjudaginn og setti fjölmiðlaumfjöllun um verðandi formann Kennarasambandsins svip á þingið í gær.

„Þetta er starfsamt þing eins og venjulega þegar kennarar koma saman en það verður ekki framhjá því litið að það hvílir skuggi yfir þinginu út af málefnum verðandi formanns,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður félags framhaldsskólakennara.

Fréttamiðillinn Stundin birti í gær yfirlýsingu tveggja fyrrverandi nemenda Ragnars Þórs Péturssonar, verðandi formanns Kennarasambandsins, þar sem hann er sakaður um að hafa borið rangt um ýmsar staðreyndir þegar hann varðist ásökunum fyrrverandi nemanda síns um blygðunarsemisbrot á Tálknafirði. Ragnar Þór sagði í samtali við Morgunblaðið að sín mál hefðu ekki verið rædd sérstaklega á þinginu eða verið uppi á borðum. Hann vildi ekki tjá sig um nýjar yfirlýsingar tveggja fyrrverandi nemenda en vísar í yfirlýsingu sem hann sendi Stundinni í gær þar sem hann ítrekar að ásökun á hendur honum um blygðunarsemisbrot gagnvart nemanda sé ósönn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert