Skellihlegið yfir slysi á leikonu

Birna Rún Eiríksdóttir í viðtali á Magasíninu K100
Birna Rún Eiríksdóttir í viðtali á Magasíninu K100 K100

Birna Rún Eiríksdóttir leikkona í Borgarleikhúsinu slasaðist á sýningu á verkinu Sýningin sem klikkar þannig að fella þurfti sýninguna eftir hlé.  Í atriðinu átti hún að hlaupa á hurð sem var að opnast, en bera höndunum örsnöggt fyrir sig og slá í hurðina, þó þannig að svo sýndist sem hún hlypi á hurðina. Þar sem hurðin opnaðist hraðar en venjulega náði Birna ekki að bera höndum fyrir sig og því skall hurðin á andliti leikkonunnar.  Eins og nafn sýningarinnar gefur til kynna, fer ýmsilegt þar úrskeiðis og því gekk treglega að sannfæra áhorfendur um að slys hefði í alvörunni orðið.  Eftir að þeim var tilkynnt að sýningunni yrði ekki haldið áfram og þeim boðinn annar miði var mikið hlegið og fólk beið rólega eftir að sýningin hefðist að nýju. Þegar starfsfólk Borgarleikhússins kom í annað skipti og ítrekaði fréttirnar runnu á þá tvær grímur og smátt og smátt áttuðu þeir sig á hvers kyns var.    

Vildi halda áfram með sýninguna

Birna lýsti því með myndrænum hætti hvernig slysið bar að í viðtali við Hvata og Ásgeir Pál í Magasíninu á K100.  Hún er eftir slysið með bólgna vör og marblett innan í nefinu.  „Starfsfólk Borgarleikhússins stumraði yfir mér í hléinu og þrátt fyrir að ég hafi viljað halda áfram með sýninguna var mér tilkynnt að sýningin yrði stöðvuð“; sagði Birna Rún sem þrátt fyrir bólgna vör og þrútið nef er komin aftur til starfa sólarhring síðar.

Birna Rún er bólgin eftir slysið á sviðinu.
Birna Rún er bólgin eftir slysið á sviðinu. K100
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert