Veittu 167 leyfi til hergagnaflutninga

Frétta­skýr­ingaþátt­ur­inn Kveik­ur á RÚV greindi frá því í lok fe­brú­ar …
Frétta­skýr­ingaþátt­ur­inn Kveik­ur á RÚV greindi frá því í lok fe­brú­ar að ís­lensk stjórn­völd hafi á und­an­förn­um árum heim­ilað flug­fé­lag­inu Air Atlanta að flytja her­gögn frá ríkj­um í Aust­ur-Evr­ópu til Sádi-Ar­ab­íu.

Samgöngustofa veitti á árunum 2008-2017 167 leyfi til herflutningagagna. Leyfin voru annað hvort veitt til flutninga um íslenskt yfirráðasvæði eða til íslenskra flugrekenda erlendis.

Alls voru 105 undanþágur veittar til flutnings hergagna um íslenska lofthelgi og 62 undanþágur vegna flutnings íslenskra flugrekenda utan íslenskrar lofthelgi.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í áfangaskýrslu vegna könnunar á flutningi á hergögnum með borgaralegum loftförum. Skýrslan var kynnt á ríkisstjórnarfundi í dag.

Á vef Stjórnarráðsins segir að helstu niðurstöður skýrslunnar séu þær að engar vísbendingar séu um íslenskir flugrekendur hafi flutt jarðsprengjur eða að flutningar hergagna með íslenskum loftförum hafi verið í andstöðu við þjóðréttarlegar skuldbindingar íslenska ríkisins.

Sérfræðingur Landhelgisgæslu Íslands telur að farmskýrslur og önnur gögn gefi til kynna að flutt hafi verið einfaldari hergögn, oft eftirlíkingar af sovéskum vopnum ásamt skotfærum sem framleidd eru í Austur-Evrópu. Jafnframt hafa verið flutt öflugri árásarvopn, s.s. öflugar vélbyssur, sprengjukúlur og eldflaugavörpur.

Niðurstaða ráðuneytisins er að engar vísbendingar eru um að íslenskir flugrekendur hafi stundað flutninga á hergögnum í andstöðu við þjóðréttarlegar skuldbindingar íslenska ríkisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert