Gróft nauðgunar- og líkamsárásarmál úr Vestmannaeyjum var í vor sent aftur til rannsóknar lögreglu frá Héraðssaksóknara.
Að sögn fréttastofu RÚV hafði lögregla sent málið til saksóknara í haust. Haft var eftir Kolbrúnu Benediktsdóttur, varahéraðssaksóknara, að leiða þyrfti tiltekin atriði betur í ljós til að hægt sé að afgreiða málið frá embætti héraðssaksóknara. Hún vildi ekki upplýsa um hvaða atriði væri að ræða.
Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn laugardaginn 17. september 2016, grunaður um að hafa brotið gegn konu á fimmtugsaldri um nóttina. Hún var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur um morguninn eftir að hafa fundist nakin með mikla áverka í andliti við hlið fata sinna.Lék grunur á að brotið hafi verið gegn henni kynferðislega. Líkamshiti konunnar mældist 35,3 gráður er hún fannst og sagði í áverkavottorði að hún hafi verið „afmynduð í framan“.
Að mati héraðssaksóknara þarf að rannsaka nánar gróft nauðgunar- og líkamsárásarmál sem kom upp í Vestmannaeyjum fyrir rúmu einu og hálfu ári.