Jan Erik Messman, fulltrúi á þjóðþingi Danmerkur og í Norðurlandaráði, segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum við starfsmann Keflavíkurflugvallar í aðsendri grein í Morgunblaðinu.
Segir hann „óþægilega afskiptasaman“ eftirlitsmann við öryggisleit hafa reiðst við sig og framkvæmt óþægilega leit eftir að öryggishlið nam gervihné Jans Eriks, sem er úr málmi.
„Þar sem leitin var óþægileg sagði ég aftur að það væri hnéð sem væri vandamálið. Ég hef aldrei upplifað jafn óþægilega manneskju. Hann fór um buxnastrenginn og leitaði í buxunum innanverðum. Allt var skoðað,“ segir í grein Jans Eriks, sem kveðst miður sín.