Sektir hækkaðar 1. maí

Bílar á ferðinni í Reykjavík.
Bílar á ferðinni í Reykjavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra hef­ur skrifað und­ir nýja reglu­gerð um sekt­ir og önn­ur viður­lög fyr­ir um­ferðarlaga­brot sem tek­ur gildi 1. maí.

„Sekt­ir við um­ferðarlaga­brot­um hafa ekki hækkað í rúm­an ára­tug og er tal­in ástæða til að sekt­ar­upp­hæðir fylgi þróun verðlags.

Nauðsyn­legt er að fjár­hæð sekta end­ur­spegli al­var­leika um­ferðarlaga­brota og þá hættu sem þau skapa. Sekt­ir við um­ferðarlaga­brot­um eru til þess falln­ar að veita öku­mönn­um aukið aðhald og stuðla þannig að auknu um­ferðarör­yggi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneyt­inu.

Hækk­un sekta verður í flest­um til­vik­um í sam­ræmi við þróun verðlags, þó þannig að lægsta sektar­fjár­hæð frá 1. maí verður 20.000 krón­ur en var áður 5.000 krón­ur. 

Eina und­an­tekn­ing­in er að sekt fyr­ir að hafa ekki öku­skír­teini meðferðis verður 10.000 krón­ur. Sekt fyr­ir að nota farsíma við stýrið án hand­frjáls búnaðar verður 40.000 krón­ur í stað 5.000 króna.

Ástæða þeirr­ar hækk­un­ar er meðal ann­ars auk­in tíðni slíkra brota og sú hætta sem er sam­fara notk­un farsíma við akst­ur.

Drög að reglu­gerðinni voru birt á vef ráðuneyt­is­ins til um­sagn­ar síðasta sum­ar. Átta um­sagn­ir bár­ust, meðal ann­ars frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, Sam­göngu­stofu, Vá­trygg­inga­fé­lagi Íslands, Sam­göngu­fé­lag­inu, Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins og tveim­ur sýslu­mann­sembætt­um.

„Í heild­ina voru um­sagn­ir um reglu­gerðardrög­in já­kvæðar að því varðar hækk­un sekta. Í at­huga­semd­um m.a. frá Sam­göngu­stofu og sýslu­mann­in­um á Norður­landi vestra voru gerðar til­lög­ur að breyttu orðalagi ein­stakra ákvæða. Til­lit var tekið til þeirra at­huga­semda að veru­legu leyti,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert