Svifryk yfir heilsuverndarmörkum

Styrkur svifryks mældist fyrir ofan heilsuverndarmörk á öllum fjórum mælistöðvum …
Styrkur svifryks mældist fyrir ofan heilsuverndarmörk á öllum fjórum mælistöðvum borgarinnar í dag. Mynd úr safni. mbl.is/Hari

Hlýtt og þurrt veður í borginni gerði það meðal annars að verkum að styrk­ur svifryks var hár í dag sam­kvæmt mæl­ing­um í mælistöðvum við Grens­ás­veg, Hring­braut og Ei­ríks­götu í Reykja­vík.

Hæstur styrkur svifryks mældist við Grensásveg, en hálf­tíma­gildi svifryks var 366,3 míkró­grömm á rúm­metra um kvöldmatarleyti. Sól­ar­hrings­heilsu­vernd­ar­mörk­in fyr­ir svifryk eru 50 míkró­grömm á rúm­metra og mældist styrkur svifryks fyrir ofan þau mörk á öllum fjórum mælistöðvum borgarinnar í dag.

Í tilkynningu sem Reykjavíkurborg sendi frá sér á dögunum eru ökumenn hvattir til að skipta út nagla­dekkj­um sem fyrst til að minnka lík­ur á svifryks­meng­un. Frá og með gærdeginum eru nagladekk ekki leyfileg í borginni.

Hér má fylgjast með loftgæðum í borginni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert