Jafngildir því að vera ekki velkominn

Sam­ráðsvett­vang­ur trú­fé­laga og lífs­skoðun­ar­fé­laga hélt í dag í norræna húsinu …
Sam­ráðsvett­vang­ur trú­fé­laga og lífs­skoðun­ar­fé­laga hélt í dag í norræna húsinu ráðstefnu um um­deilt umsk­urðarfrum­varp Silju Dagg­ar Gunn­ars­dótt­ur, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins. mbl.is/Valgarður

„Við trúum að það sé skylda okkar gagnvart börnum okkar að undirbúa þau eins og hægt er  fyrir framtíðina og það er okkar trú að umskurður drengja sé nauðsyn í því sambandi,“ sagði Adam Anbari, fulltrúi Stofnunar múslima á Íslandi á ráðstefnu um umskurð drengja.

Sam­ráðsvett­vang­ur trú­fé­laga og lífs­skoðun­ar­fé­laga hélt í dag í norræna húsinu ráðstefnu um um­deilt umsk­urðarfrum­varp Silju Dagg­ar Gunn­ars­dótt­ur, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Sagði Anbari múslima vera stolta af því að búa á Íslandi. „Frá því að þetta mál kom upp hafa hins vegar margir haft samband og spurt hvað sé að,“ sagði hann og benti á að fram til þessa hafi Ísland verið talið land frjálsra umræðna og trúarbragða. „En þegar svona gerast, þá vakna spurningarnar.“

Trúarlega mikilvægt fyrir gyðinga og múslima

Sayed Ali Abbas Razawi, Imam hjá hinu skoska Ahlul Bayt samfélagi, sagði mikilvægt að rugla umskurði drengja ekki saman við limlestingu á kynfærðum kvenna. „Það eru allir sammála banni við því,“ sagði hann. Hvað umskurð drengja varði, sem og í mörgum öðrum málum, sé það hins vegar foreldra að velja hvað sé gott fyrir börn sín.

Fullyrðingar um læknisfræðilegar ástæður fyrir umskurðarbanni séu einnig haldlítil rök þar sem slík vandamál séu sjaldgæf. „Og vandamálið þá, er vanhæfni þess heilbrigðisstarfsmann sem framkvæmir umskurðinn,“ sagði Razawi.

Ekki þýði heldur að horfa framhjá því að um helmingur bandarískra karlmanna sé umskorin án vandkvæða. „Bandaríkin eru stórt land, það er ekki hægt að horfa framhjá því,“ bætti hann við.  

Sayed Ali Abbas Razawi, Imam hjá hinu skoska Ahlul Bayt …
Sayed Ali Abbas Razawi, Imam hjá hinu skoska Ahlul Bayt samfélagi (annar frá vinstri), sagði mikilvægt að rugla umskurði drengja ekki saman við limlestingu á kynfærðum kvenna. mbl.is/Valli

„Við verðum að skilja hversu viðkvæm umræðan um þetta mál er. Umskurður drengja er trúarlega mikilvægur fyrir bæði gyðinga og múslima og bann við honum jafngildir því að segja að þeir séð ekki velkomnir,“ sagði Razawi. Sá sem ekki hafi verið umskorin geti nefnilega ekki tekið þátt í öllum athöfnum síns samfélags. „Það eru ákveðnir hlutir sem viðkomandi getur ekki gert ef þetta er bannað.

Herða eftirlit í stað þess að setja lagabann

Atik Ali, formaður múslima í Finnlandi, sagði lausnina felast í hertu regluverki, ekki lagabönnum. „Íslamstrú hefur verið í Finnlandi í 150 ár og við höfum náð að verja trú okkar þar. Hún er varin í bæði stjórnarskránni og í mannréttindasáttmála Evrópusambandsins, en samt er ég hér í dag,“ sagði Ali.

„Við þurfum að finna lausn á þessum vanda. Það er eitt að samþykkja lög, en svo er eftirlitið annað,“ bætti hann við og sagði vænlegri lausn að auka eftirlit með umskurði í stað þess að banna hann. „Þetta mál kom upp á ráðstefnu umboðsmanns barna í Finnlandi árið 2013 og svar mitt þá var að umskurðarbanni fylgdi að fólk léti þá framkvæma hann erlendis eða jafnvel í sánaböðum með tilheyrandi vandamálum.  „Það væri hins vegar kærkomið að hafa eftirlit, mikið eftirlit og með því væri um leið hægt að virða trúfrelsi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka