Strokufanginn farinn til Svíþjóðar

Sindri Þór Stefánsson.
Sindri Þór Stefánsson. Ljósmynd/Aðsend

Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hefur staðfest við mbl.is að Sindri Þór Stefánsson sem strauk frá fangelsinu að Sogni í nótt er farinn úr landi. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að hún hafi staðfestar heimildir fyrir því að Sindri hafi farið úr landi klukkan 07:34 í morgun til Svíþjóðar.

Í tilkynningunni kemur fram að Sindri hafi ferðast á skilríkjum annars manns, en myndir úr öryggismyndavélakerfi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar staðfesta að Sindri var á ferðinni. Í samstarfi við sænsk lögregluyfirvöld er unnið að því að hafa upp á Sindra. Alþjóðleg handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Sindra.

Sindri Þór strauk úr fangelsinu að Sogni klukkan eitt í nótt, en lögreglu var ekki tilkynnt um það fyrr en klukkan átta í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert