Tugir grunaðir í Euro Market-máli

Lögreglustöðin á Hlemmi.
Lögreglustöðin á Hlemmi. mbl.is/Golli

Tuttugu og átta einstaklingar og fjórir lögaðilar hafa réttarstöðu grunaðra hérlendis í máli sem tengist verslununum Euro Market.

Nokkrir til viðbótar eru grunaðir í Hollandi og Póllandi, að því er kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Þar fyrir utan hafa komið upp nærri tíu önnur mál í tengslum við þetta mál þar sem um tuttugu manns til viðbótar hafa réttarstöðu grunaðs.

Fram kemur að rannsóknin sé ein sú viðamesta sem lögreglan hafi ráðist í á skipulagðri glæpastarfsemi. Hún tengist fíkniefnaframleiðslu, fíkniefnasmygli, fjársvikum og peningaþvætti.

Eigendur og framkvæmdastjóri Euro Market voru handteknir og eru á meðal grunaðra í málinu. Höfuðpaurarnir eru pólskir og flestir hinna grunuðu er einnig pólskir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert