Norðaustankaldi og súld

Norðaustan­kaldi norðvest­an til á land­inu í dag en ann­ars hæg­ari vind­ur. Súld eða dá­lít­il rign­ing fyr­ir norðan og aust­an, en skúr­ir sunn­an­lands síðdeg­is. Hiti 3 til 12 stig, hlýj­ast á Suðaust­ur­landi, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um af vef Veður­stofu Íslands.

Spáð er ákveðinni aust­an- og norðaustanátt á morg­un. Rign­ing, einkum suðaust­an­lands, en þurrt á Norðvest­ur- og Vest­ur­landi. Norðlæg­ari vind­ur á sunnu­dag, með rign­ingu eða slyddu norðaust­an- og aust­an­lands, og kóln­ar held­ur.

Veður­spá fyr­ir næstu daga

NA 5-10 NV-til, ann­ars hæg­ari. Súld eða dá­lít­il rign­ing fyr­ir norðan, en sums staðar skúr­ir syðra, einkum síðdeg­is. Hiti 3 til 12 stig, mild­ast SA-lands. 

Held­ur vax­andi aust­an- og norðaustanátt á morg­un, 8-15 m/​s síðdeg­is. Fer að rigna á S- og A-landi, en úr­komu­lítið í öðrum lands­hlut­um.

Á laug­ar­dag:

Hægt vax­andi aust­an- og norðaustanátt, víða 8-13 m/​s síðdeg­is og rign­ing á S- og A-landi. Hiti 2 til 10 stig, mild­ast SV-lands. 

Á sunnu­dag:
Norðaust­an 5-13, skýjað og rign­ing eða slydda á A-verðu land­inu fram eft­ir degi. Hiti 0 til 5 stig, en 5 til 10 á S- og SV-landi. 

Á mánu­dag:
Norðlæg eða breyti­leg átt og skýjað en úr­komu­lítið. Hiti breyt­ist lítið. 

Á þriðju­dag og miðviku­dag:
Aust­læg átt, skýjað og dá­lít­il væta á S- og V-landi. Hiti 0 til 9 stig að deg­in­um, mild­ast SV-til. 

Á fimmtu­dag:
Sunna­nátt og lít­ils hátt­ar rign­ing eða slydda með köfl­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert