„Þau eru mörg búin að dvelja stutt hér á landi og vantar móðurmálskennslu. Við viljum gera nemendur betur hæfa til þess að aðlagast samfélaginu hér.“
Þetta segir Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSu, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Næsta haust verður pólskum nemendum í FSu boðið upp á móðurmálskennslu. Fram til þessa hafa pólskir nemendur fengið kennslu í íslensku fyrir útlendinga. Ekki er vitað til þess að boðið hafi verið upp á samskonar kennslu í framhaldsskóla hér fyrr. Sífellt fleiri erlendir nemendur sækja í skólann samfara fjölgun starfa í ferðaþjónustu á svæðinu.