Ábyrgðin verði hjá utanríkisráðuneytinu

AFP

For­sæt­is­ráðherra hyggst leggja til við for­seta Íslands að stjórn­skipu­leg ábyrgð á leyf­is­veit­ing­um ís­lenskra stjórn­valda skv. 1. mgr. 78. gr. loft­ferðalaga vegna her­gagna­flutn­inga með borg­ara­leg­um loft­för­um verði færð frá sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneyt­inu til ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins.

Þetta kem­ur fram á vef Stjórn­ar­ráðsins.

Þar seg­ir, að þessi áform Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra um breyt­ingu á for­seta­úrsk­urði um skipt­ingu stjórn­ar­mál­efna milli ráðuneyta í Stjórn­ar­ráði Íslands, sem og áform ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins um end­ur­skoðun reglna og breytt verklag við veit­ingu leyfa til her­gagna­flutn­inga, hafi verið kynnt rík­is­stjórn á fundi henn­ar fyr­ir helgi.

Enn­frem­ur seg­ir, að sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráðuneytið og ut­an­rík­is­ráðuneytið, í sam­ráði við for­sæt­is­ráðuneytið, hafi á und­an­förn­um mánuðum unnið að því að end­ur­skoða verk­ferla við veit­ingu leyfa vegna her­gagna­flutn­inga. 

„Ástæðan fyr­ir þess­um breyt­ing­um á verka­skipt­ingu er sú að það mat sem fram fer við leyf­is­veit­ing­ar skv. 1. mgr. 78. gr. loft­ferðalaga snýr ekki að flu­gör­yggi held­ur fyrst og fremst að alþjóðleg­um skuld­bind­ing­um og stefnu Íslands í alþjóðleg­um ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um, sem og mannúðar- og mann­rétt­inda­mál­um. Þess­ir mála­flokk­ar heyra und­ir ut­an­rík­is­ráðuneytið og nauðsyn­leg sérþekk­ing er því til staðar í því ráðuneyti. Sömu sjón­ar­mið eiga við um 5. mgr. 78. gr. loft­ferðalaga, varðandi flutn­ing ann­ars varn­ings en her­gagna til að halda uppi alls­herj­ar­reglu og ör­yggi,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert