Borgarísjaki í Breiðamerkurlóni

Það sem er sérstaklega áhugavert við þessa mynd er að …
Það sem er sérstaklega áhugavert við þessa mynd er að á henni er kelfing nýafstaðin. Ísjakinn hefur losnað frá jökulsporðinum, hann hefur snúist í lóninu og rutt af stað bylgju. Bylgjufaldurinn sést sem hvítur hálfhringur sem stefnir til suðurs. Gervitunglamynd/ESA

Svokölluð kelfing er nýafstaðin í Jökulslárlóni á Breiðamerkursandi. Austarlega við jaðar Breiðamerkurjökuls hefur losnað borgarísjaki og hann snýst í lóninu og ryður undan sér bylgju, að sögn Ingibjargar Jónsdóttur, dósents í landafræði við Háskóla Íslands. Nýverið voru birtar gervitunglamyndir af lóninu á Facebook-síðu eldfjallafræði- og náttúruvárhóps HÍ þar sem sjá má breytingar sem orðið hafa frá 9. mars og til 22. apríl.

Kelfing er það kallað þegar jakar brotna frá jöklum og út í lón og í Facebook-færslunni segir að hún hafi nú nýverið átt sér stað með þeim afleiðngum að ísjakinn hafi snúist í lóninu og rutt af stað bylgju. Bylgjufaldurinn sést sem hvítur hálfhringur sem stefnir til suðurs á nýrri myndinni. Að sögn Ingibjargar er þetta stundum kallað „iceberg-tsunami“.

Ísjakar brotna reglulega framan af jöklum (skriðjöklum, jökulstraumum) sem ganga fram í lón eða sjó, og það er eðlilegt, að sögn Ingibjargar. Jökulsárlón hefur verið að stækka frekar hratt undanfarin ár, á kostnað Breiðamerkurjökuls.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert