Ítrekað höfð afskipti af hústökufólki

Slökkviðlið við störf á Óðinsgötu á laugardagskvöld.
Slökkviðlið við störf á Óðinsgötu á laugardagskvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarinn mánuð ítrekað haft afskipti af fólki sem komið hefur sér fyrir í húsinu við Óðinsgötu sem eldur kom upp í á laugardagskvöldið. Hafa eigendur hússins m.a. tilkynnt um hústökufólk í húsinu. Þetta segir Rafn Hilmar Guðmundsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Eigendur hússins, sem staðið hefur tómt um nokkurra mánaða skeið, hafi brugðist við tilmælum um að byrgja dyr og glugga, en hústökufólk hefur að sögn Rafns Hilmars ítrekað brotið sér leið inn að nýju. Húsið var mannlaust er slökkvilið kom á vettvang, en eld­ur logaði í sófa og öðrum hús­mun­um.

Einn maður var handtekinn á laugardagskvöld í tengslum við brunann. Segir Rafn Hilmar hann hafa verið yfirheyrðan næsta dag og látinn laus að því loknu.

Upptök eldsins liggja enn ekki fyrir, en tæknideild lögreglu vinnur enn að rannsókn málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert