Undrast aðgerðir ljósmæðra

Ljósmæður standa í harðri kjarabaráttu.
Ljósmæður standa í harðri kjarabaráttu. mbl.is/Golli

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra seg­ir að aðgerðir ljós­mæðra í heimaþjón­ustu hafi komið á óvart, en minnst 60 af 95 ljós­mæðrum í heimaþjón­ustu leggja niður störf í dag vegna óánægju með kjara­mál sín.

„Það kem­ur mér á óvart að þetta skuli koma fyrst fram í frétt­um með sól­ar­hrings­fyr­ir­vara, ég hef ekki heyrt í ljós­mæðrum sjálf,“ seg­ir Svandís í um­fjöll­un um mál­efni ljós­mæðra í Morg­un­blaðinu í dag.

Nýr samn­ing­ur Sjúkra­trygg­inga Íslands við ljós­mæður í heimaþjón­ustu sem starfa sem verk­tak­ar ligg­ur ósamþykkt­ur í ráðuneyt­inu og hef­ur verið þar frá því fyr­ir páska. Svandís seg­ist ekki hafa heyrt frá ljós­mæðrum og hún hafi fyrst heyrt af aðgerðunm í fjöl­miðlum.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert