Undrast aðgerðir ljósmæðra

Ljósmæður standa í harðri kjarabaráttu.
Ljósmæður standa í harðri kjarabaráttu. mbl.is/Golli

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að aðgerðir ljósmæðra í heimaþjónustu hafi komið á óvart, en minnst 60 af 95 ljósmæðrum í heimaþjónustu leggja niður störf í dag vegna óánægju með kjaramál sín.

„Það kemur mér á óvart að þetta skuli koma fyrst fram í fréttum með sólarhringsfyrirvara, ég hef ekki heyrt í ljósmæðrum sjálf,“ segir Svandís í umfjöllun um málefni ljósmæðra í Morgunblaðinu í dag.

Nýr samningur Sjúkratrygginga Íslands við ljósmæður í heimaþjónustu sem starfa sem verktakar liggur ósamþykktur í ráðuneytinu og hefur verið þar frá því fyrir páska. Svandís segist ekki hafa heyrt frá ljósmæðrum og hún hafi fyrst heyrt af aðgerðunm í fjölmiðlum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert