Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðisins var kallað út fyrir skömmu vegna eldsvoða í Perlunni. Búið er að rýma húsið og lögreglan hefur lokað fyrir umferð að Perlunni.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu kviknaði eldur í klæðningu á hitaveitutanki við inngang Perlunnar. Slökkvibílar frá tveimur stöðvum Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu eru komnir á vettvang og bílar frá þeirri þriðju eru á leiðinni. Ekki er um mikinn eld að ræða að sögn varðstjóra, en eldurinn logar milli klæðninga.
Engin slys urðu á fólki en ekki er vitað hversu margir voru í Perlunni þegar eldurinn kviknaði.
Uppfært klukkan 15:14:
Slökkvistarf gengur erfiðlega þar sem erfitt er að komast að eldinum vegna járnklæðningar. Óskað hefur verið eftir frekari mannskap.