Tekin verður ákvörðun um gæsluvarðhald yfir Sindra Þór Stefánssyni, sem flúði úr fangelsinu að Sogni, í héraðsdómi Amsterdam í Hollandi eftir hádegi í dag. Þetta staðfestir Franklin Wattimena, fjölmiðlafulltrúi saksónara embættisins í Amsterdam í samtali við mbl.is.
Sindri Þór var handtekinn í miðborg Amsterdam sunnudagskvöld, en hann hafði þá verið á flótta í 6 daga. Hann hafði strokið út um glugga aðfaranótt þriðjudags 17. apríl og komst skömmu seinna um borð í flugvél til Stokkhólms frá Keflavíkurflugvelli. Grunur var uppi um að hann hefði farið til Spánar, en það var aldrei staðfest.
Framsal Sindra Þórs er háð samþykki hann að einhverju leiti, en Evert Boerstra, fjölmiðlafulltrúi héraðssaksóknara í Amsterdam, sagði við mbl.is í gær að samþykki Sindri Þór flýtimeðferð geta hann verið sendur til Íslands innan 10 daga. Samþykki hann ekki flýtimeðferð gæti ferlið tekið marga mánuði.