Tafir í nauðgunarmáli

Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.
Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness. mbl.is/Ófeigur

Aðalmeðferðar í máli manns sem ákærður hef­ur verið fyr­ir ít­rekuð brot gegn ung­um dreng átti að ljúka í dag, en aðalmeðferð máls­ins hef­ur taf­ist og held­ur meðferð máls­ins áfram á fimmtu­dag. Óli Ingi Ólason, sak­sókn­ari hjá embætti Rík­is­sak­sókn­ara, seg­ir við mbl.is að von­ir standi til þess að ljúka aðalmeðferð máls­ins 26. apríl.

Maður­inn hef­ur sætt gæslu­v­arðhaldi frá 12. janú­ar á þessu ári og er gæslu­v­arðhalds­úrsk­urður í gildi til 9. maí. Óli seg­ir dóm­ara hafa fjór­ar vik­ur til að kveða upp dóm eft­ir að aðalmeðferð ljúki og að „gerð verður krafa um að hann [hinn ákærði] sitji í gæslu­v­arðhaldi þar til dóm­ur geng­ur í mál­inu.“

Í mál­inu, sem bygg­ir á tveim ákær­um í fleiri liðum, er einn brotaþoli og var maður­inn meðal ann­ars ákærður fyr­ir að hafa nauðgað drengn­um dög­um sam­an.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka