Aukin framlög vegna ástandsins í Sýrlandi

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ákveðið hef­ur verið að bæta 75 millj­ón­um á næstu tveim­ur árum við fram­lög Íslands við þær 800 millj­ón­ir sem áður hafði verið heitið vegna ástands­ins í Sýr­landi. Á fyrstu ráðstefn­unni um mál­efni Sýr­lands í fyrra­vor til­kynnti Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra að ár­legt fram­lag Íslands yrði 200 millj­ón­ir króna á ári fram til árs­ins 2020. 

Þetta kem­ur fram á vef Stjórn­ar­ráðsins. Önnur Sýr­lands­ráðstefn­an á veg­um Sam­einuðu þjóðanna og Evr­ópu­sam­bands­ins stend­ur nú yfir í Brus­sel. Þar áréttaði Guðlaug­ur Þór að fram­lag Íslands yrði 200 millj­ón­ir á þessu ári, myndi hækka í 225 millj­ón­ir árið 2019 og verða 250 millj­ón­ir árið 2020. Árið 2017 voru fram­lög­in 200 millj­ón­ir króna. 

Ráðherra ít­rekaði for­dæm­ingu Íslend­inga á notk­un efna­vopna og sagði að Ísland myndi halda áfram að styðja all­ar um­leit­an­ir að póli­tísk­um lausn­um. „Sýr­lenska þjóðin hef­ur búið við þján­ing­ar í sjö ár og horft á hundruð þúsunda falla í val­inn,“ sagði Guðlaug­ur Þór meðal ann­ars á ráðstefn­unni fyrr í dag.

„Við skor­um á ör­ygg­is­ráð Sam­einuðu þjóðanna að rísa und­ir áskor­un­inni og finna leiðir til lausn­ar,“ bætti ráðherra við og sagði að Íslend­ing­ar væru tals­menn fyr­ir friði, virðingu og von.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert