„Komið að skuldadögum“

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á fundinum …
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á fundinum í Höfða. mbl.is/Valli

„Það hef­ur legið fyr­ir um ára­bil að höfuðborg­in stend­ur veik­ast og nú er komið að skulda­dög­un­um,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra er hún kynnti áform um upp­bygg­ingu rúm­lega 300 rýma til viðbót­ar við gild­andi fram­kvæmda­áætl­un.

Hjúkr­un­ar­rými á land­inu eru í dag um 2700 tals­ins. 486 rými eru ým­ist þegar í bygg­ingu eða á áætl­un, en með viðbót­inni nú verða þessi viðbót­ar­rými 790 tals­ins.

„Þetta eru ákveðin þátta­skil,“ sagði  Svandís, en kynn­ing­in var hald­in við upp­haf þriggja daga ný­sköp­un­ar­vinnu­stofu um áskor­an­ir í öldrun­arþjón­ustu  sem Land­spít­al­inn held­ur í sam­vinnu við heil­brigðisráðherra og borg­ar­stjóra. „Við erum að halda til haga sér­fræðiþjón­ustu sem er til staðar víða.“ Einnig seg­ir hún ríki, borg og heil­brigðis­kerfið nú vera að stilla sam­an strengi sína. „Til að ná sam­eig­in­legri sýn og bæta þjón­ustu við aldraða á höfuðborg­ar­svæðinu,“ sagði hún og bætti við að hún vonaðist til þess að sú sýn yrði síðar að leiðar­stefi fyr­ir landið allt.

Von­ast til að auka fjöl­breytni í úrræðum

„Ég er mjög ánægð að geta kynnt þetta hér og finnst sér­stak­lega ánægju­legt að gera það hér í fé­lagi við Reykja­vík­ur­borg,“ seg­ir Svandís í sam­tali við mbl.is og kvað borg­ina þegar vera búna að fá sent er­indi frá heil­brigðisráðuneyt­inu um málið. „Af því að Reykja­vík­ur­borg er raun­ar bú­inn að vera að knýja dyra hjá okk­ur mjög lengi.“

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri, sem kynnti á fund­in­um þá staði sem borg­in horf­ir til fyr­ir upp­bygg­ingu hjúkr­un­ar­heim­ila, seg­ist von­ast til að með þess­ar fjölg­un hjúkr­un­ar­rýma tak­ist bæði að mæta upp­safnaðri þörf og að horfa fram á við. „Bæði það sem við telj­um hafa vantað upp á í tölu­vert mörg ár,“ seg­ir Dag­ur í sam­tali við mbl.is. „Ég bind svo líka von­ir við að það verði einnig tek­in sú stefna að auka fjöl­breytn­ina í þess­um úrræðum. Að við séum að koma til móts við ólíka ald­urs­hópa og ólíka hópa hjúkr­un­ar­sjúk­linga sem þurfa mis­mun­andi meðferð, þannig að það verði meiri fjöl­breytni í þeim hjúkr­un­ar­rým­um og úrræðum sem við get­um boðið upp á þegar að upp­bygg­inga­áætl­un­in verður kom­in til fram­kvæmda.“

Í ræðu ráðherra kom fram að þörf­in fyr­ir fjölg­un rýma er mis­mik­il eft­ir heil­brigðisum­dæm­um, en hún sé þó mest á höfuðborg­ar­svæðinu, Norður­landi og Suður­nesj­um. Kveðst Dag­ur von­ast til rým­um muni fjölga í Reykja­vík í sam­ræmi við þá þörf, en nú þegar eru um 100 hjúkr­un­ar­rými í bygg­ingu við Sléttu­veg. „Við von­umst til að fá sem mest af þess­um 240 nýju rým­um sem á að fara að hrinda í fram­kvæmd,“ seg­ir hann en bæt­ir við að sú skipt­ing liggi þó ekki fyr­ir end­an­lega.

Óvissuþætt­ir varðandi breytta þjón­ustuþörf

Er ráðherra var spurð hvort að áætl­un­in nú sé raun­hæf kvaðst hún svo vera.

„Þessi áætl­un tek­ur mið af mann­fjölda­spá og end­ur­spegl­ar spár Hag­stofu Íslands,“ seg­ir Svandís. „Það eru hins veg­ar óvissuþætt­ir varðandi breyt­ing­ar á þjón­ustuþörf og breyt­ing­ar á vænt­ing­um fólks eft­ir því sem árin og ára­tug­irn­ir líða.“ Þannig kunni hug­mynd­ir fólks sem eru um fer­tugt í dag um þjón­ustu að vera ólík­ar hug­mynd­um þeirra sem eru eldri borg­ar­ar í dag. „Við erum að vinna miðað við þjón­ustuþörf­ina eins og hún er núna. Við vilj­um líka leggja aukna áherslu á heima­hjúkr­un og heimaþjón­ustu, dag­vist­unar­úr­ræði, heilsu­efl­ingu og aðra slíka þessa þætti svo fólk geti notið lífs­ins leng­ur.“

 „Það þarf hvort tveggja að fjölga hjúkr­un­ar­rým­um og efla áfram heima­hjúkr­un og heimaþjón­ustu, við höf­um verið að kalla eft­ir þeim skref­um sem er nú verið að stíga um ára­bil, þannig að við erum mjög ánægð með þau,“ seg­ir Dag­ur. „Við þurf­um hins veg­ar líka að búa okk­ur und­ir það sem sam­fé­lag að á næstu ára­tug­um, sér­stak­lega eft­ir 2025, þá mun öldruðum í þeim hópi sem er yfir átt­rætt fjölga hraðar en nú er og við þurf­um að vera til­bú­in að mæta því, m.a. með hjúkr­un­ar­rým­um, samþættri öfl­ugri heima­hjúkr­un og heimaþjón­ustu og öðru sem því teng­ist.“

Staðirnir á kortinu eru nú til skoðunar hjá Reykjavíkurborg sem …
Staðirn­ir á kort­inu eru nú til skoðunar hjá Reykja­vík­ur­borg sem mögu­leg­ar staðsetn­ing­ar fyr­ir hjúkr­un­ar­heim­ili. Kort/​Reykja­vík­ur­borg

Of lang­ur biðtími eft­ir hjúkr­un­ar­rými

Meðalbiðtími eft­ir hjúkr­un­ar­rými er í dag 106 dag­ar. Tal­an er þó mun hærri fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið þar sem þörf­in er mest. Dag­ur seg­ir að borg­ina þó vera með öfl­ugri heima­hjúkr­un og heimaþjón­ustu og fyr­ir vikið segi Land­spít­al­inn hægt að út­skrifa fólk fyrr vegna þess­ar­ar samþættu þjón­ustu. „Það er líka hluti af því sem við vilj­um klár­lega vinna að áfram, en fyr­ir þá sem þurfa inn á hjúkr­un­ar­heim­ili er biðtím­inn klár­lega alltof lang­ur,“ seg­ir hann

Mark­mið heil­brigðisráðuneyt­is­ins er að minnka biðtím­ann eft­ir hjúkr­un­ar­heim­ili niður í 90 daga. Svandís sam­sinn­ir því hins veg­ar að óá­sætt­an­legt sé að rúm á Land­spít­al­an­um séu upp­tek­in svo mánuðum skipt­ir af því að viðkom­andi ein­stak­ling­ur kemst ekki á hjúkr­un­ar­heim­ili.

„Ég von­ast til þess að með þess­ari ný­sköp­un­ar­smiðju og með því að opna bet­ur á sam­skipti milli þess­ara aðila að þá get­um við leyst eitt­hvað af þess­um vanda,“ seg­ir hún.

„Hins veg­ar er það svo að þegar maður tek­ur stór­ar ákv­arðanir í kerfi eins og heil­brigðis­kerf­inu, t.d. með því að byggja hjúkr­un­ar­rými, að þá hef­ur það áhrif á alla þjón­ust­una. Það hef­ur áhrif á stöðu aldraðra um allt land, það hef­ur áhrif á stöðu Land­spít­al­ans vegna þess að þar losna þá rými og þá fækk­ar fyr­ir vikið töpp­un­um, bæði í bráðaþjón­ustu og ann­ars staðar og svo hef­ur þetta líka áhrif á heilsu­gæsl­una.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert