Karlmaður á Akureyri hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot í starfi sínu sem boccia-þjálfari, en málið hefur verið þrjá ár í rannsókn. Maðurinn var kærður til lögreglunnar fyrir að hafa brotið gegn þroskaskertri konu sem hann þjálfaði, en það var konan og móðir hennar sem kærðu manninn.
Greint var frá ákæru málsins á Rúv í dag. Maðurinn steig til hliðar sem þjálfari eftir að kæran kom fram, en hann hefur áður einnig verið sakaður um óviðeigandi hegðun gegn iðkendum sem hann þjálfaði.
Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, staðfestir að ákært hafi verið fyrir kynferðisbrot, en vegna birtingarfrests hefur ákæran ekki verið afhend fjölmiðlum.
Fyrir um mánuði síðan var fjallað um annan anga málsins, en þá var móðir fatlaðrar konu ákærð fyrir líflátshótun gegn þjálfaranum. Þjálfaði maðurinn dóttur konunnar, en ekki er um að ræða sama iðkanda og í fyrra málinu.