Guðmundur Helgi Þórarinsson var í gær kjörinn formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM) með 51,50% atkvæða.
Tveir voru í framboði til formanns, Guðmundur Helgi sem fékk 411 atkvæði, og sitjandi formaður Guðmundur Ragnarsson, fékk 366 atkvæði eða 45,86% að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Auðir seðlar voru 21.
Guðmundur hefur verið í aðalstjórn VM frá stofnun félagsins og var áður í stjórn Vélstjórafélags Íslands um árabil.
Einnig var kosið til stjórnað VM fyrir tímabilið 2018 til 2020.
Verða aðalmenn í stjórn þetta tímabil þeir: Agnar Ólason, HB Granda, Samúel Ingvason, Stálsmiðjunni Framtak ehf., Kristmundur Skarphéðinsson, HS-Orku, Sigurður Gunnar Benediktsson, Orkuveitu Reykjavíkur, Þorsteinn Hjálmarsson, Eimskip, Símon Guðvarður Jónsson, Héðni hf., Guðni Þór Elisson, Eskju hf. og Svanur Gunnsteinsson, Ísfélagi Vestmannaeyja hf..