Bein útsending: Verndarsvæði og þróun byggðar

Færunestindar í Skaftafellsfjöllum.
Færunestindar í Skaftafellsfjöllum. mbl.is/RAX

Streymt verður frá ráðstefn­unni Vernd­ar­svæði og þróun byggðar sem hefst klukk­an 10 í Ver­öld, húsi Vig­dís­ar, í dag. Hægt er að horfa á streymið hér að neðan.

Fé­lags­sam­tök­in Hríf­andi standa að ráðstefn­unni en stofn­andi henn­ar er Sig­urður Gísli Pálma­son, aðal­eig­andi IKEA. Sal­vör Jóns­dótt­ir skipu­lags­fræðing­ur er ráðstefn­u­stjóri.

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son um­hverf­is­ráðherra mun ávarpa ráðstefn­una klukk­an 13.

Er­lend­ir fyr­ir­les­ar­ar munu segja frá verk­efn­um sem tengj­ast efni ráðstefn­unn­ar, þ.e. hvernig vernd­ar­svæði, m.a. í Nor­egi og Skotlandi, hafa nýst til upp­bygg­ing­ar at­vinnu­tæki­færa og til byggðaþró­un­ar.

Peter Cra­ne er for­stöðumaður gesta­mót­töku Cairn­g­orms-þjóðgarðsins í Skotlandi. Þjóðgarður­inn þekur 4.500 fer­kíló­metra, sem er um þriðjung­ur af stærð Vatna­jök­ulsþjóðgarðs. Cairn­g­orms hef­ur þá sér­stöðu að þrír fjórðu hlut­ar lands­ins eru í einka­eigu og inn­an þjóðgarðsins eru 18.500 íbú­ar, eða ámóta marg­ir og á Ak­ur­eyri.  Cairn­g­orms er dæmi um sam­spil vernd­ar­svæðis og byggðaþró­un­ar. Þjóðgarður­inn var stofnaður í ná­inni sam­vinnu við heima­menn árið 2003.

Rita Johan­sen er sam­ræm­ing­ar­stjóri Vega-eyja­klas­ans í Nor­egi við heims­minja­skrá UNESCO, en eyja­klas­inn var tek­inn á heims­minja­skrána árið 2005. Heima­menn á Vega áttu frum­kvæðið að því að fá eyja­klas­ann skráðan á heims­minja­skrá UNESCO. Þeir litu á skrán­ing­una sem tæki­færi til að varðveita verk- og menn­ing­ar­arf svæðis­ins og vinna í leiðinni gegn fólks­fækk­un og skorti á at­vinnu­tæki­fær­um fyr­ir ungt fólk.

Elliott Lori­mer er for­stöðumaður For­est of Bow­land friðlands­ins í Norðvest­ur-Englandi. Svæðið er skil­greint sem „Area of out­stand­ing natural beauty“ og reiðir sig á heima­menn til að stuðla að vernd þess og að þjóna þeim sem vilja koma í heim­sókn, dvelja á svæðinu eða ferðast um það til að njóta hinn­ar ein­stæðu feg­urðar þess.

Carol Ritchie er for­stjóri Europ­arc Federati­on, sem eru sam­tök 164 sjálf­bærra áfangastaða í 20 Evr­ópu­lönd­um. Sam­tök­in hlúa sér­stak­lega að sjálf­bærri ferðamennsku og miðla þekk­ingu og reynslu á milli aðild­ar­fé­lag­anna. Megin­áhersl­an er að heim­sókn ferðamanns­ins hafi ein­göngu já­kvæð áhrif á um­hverfið, sam­fé­lagið og hag­kerfið.

Dr. Migu­el Clü­sener-Godt er for­stöðumaður „Man and the Bi­osph­ere“ – eða maður­inn og líf­heim­ur­inn – á nátt­úru­vís­inda­sviði Unesco.  Nú eru 669 skil­greind svæði um all­an heim skil­greind sem vernd­ar­svæði Unesco. Af þeim eru 28% á heims­minja­skrá Unesco, 70% vernd­ar­svæði inn­an líf­heims­ins (bi­osph­ere reser­ve) og 2% jarðvang­ar (geopark).

Jukka Siltan­en hef­ur meist­ara­gráðu í um­hverf­is- og auðlinda­fræði frá Há­skóla Íslands, Masters­rit­gerð hans fjall­ar einkum um þjóðgarðinn Snæ­fells­jök­ul og ein­dreg­in niðurstaða henn­ar er að nátt­úru­vernd og nátt­úrumiðuð ferðaþjón­usta séu efna­hags­lega sterk­ir val­kost­ir við nýt­ingu nátt­úru­auðlinda og það sé skýrt tæki­færi til að þróa þjón­ustu í þjóðgarðinum á efna­hags­lega sjálf­bær­um grund­velli.

Hér get­ur þú skoðað dag­skrá ráðstefn­unn­ar í heild. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert