Mótmæltu komu lamaðs manns

Tryggvi Ingólfsson.
Tryggvi Ingólfsson.

Lamaður maður sem hefur búið á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli í ellefu ár hefur ekki fengið að snúa þangað aftur eftir aðgerð á Landspítalanum vegna mótmæla starfsfólks.

Tryggvi Ingólfsson hlaut alvarlegan mænuskaða eftir að hann datt af hestbaki árið 2006, hann er lamaður að hálsi og þarf aðstoð við allar athafnir daglegs lífs.

Tólf starfsmenn skrifuðu undir undirskriftalista þar sem þeir hótuðu að ganga út ef maðurinn kæmi aftur á Kirkjuhvol, vegna álagsins sem hann veldur.

Mánuður er síðan maðurinn mátti fara heim af spítalanum en hann liggur þar enn. Sonur mannsins segir um hreint og klárt mannréttindabrot að ræða. Talsmaður sjúklinga vinnur nú í málinu sem er líka komið inn á borð Embættis landlæknis, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Ólöf Guðbjörg Eggertsdóttir, hjúkrunarforstjóri Kirkjuhvols, segir að ekki sé verið að úthýsa Tryggva. „Við erum að skoða málin og vinna í því að tryggja öryggi hans. Það þarf að hafa nóga mönnun í kringum vistmenn og okkur vantar kannski faglegt starfsfólk til að vera hjá okkur,“ sagði Ólöf sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert