Sólveig tekin við formennsku í Eflingu

Sigurður Bessason, fráfarandi formaður Eflingar, og Sólveig Anna Jónsdóttir sem …
Sigurður Bessason, fráfarandi formaður Eflingar, og Sólveig Anna Jónsdóttir sem tók við formennsku í kvöld. Ljósmynd/Þorfinnur Sigurgeirsson

Sólveig Anna Jónsdóttir tók í kvöld formlega við formennsku í stéttarfélaginu Eflingu af Sigurði Bessasyni sem nú lætur af formennsku. Sólveig og B-listi hennar stóðu uppi sem sigurvegarar í stjórnarkjöri félagsins í síðasta mánuði, en hann fékk um 80% greiddra atkvæða í kjörinu.

Formannaskipti eru ekki daglegt brauð í þessu félagi sem er eitt stærsta stéttarfélag landsins með um 27 þúsund félagsmenn. Var stjórnarkjörið hið fyrsta síðan félagið var stofnað með sameiningu Dagsbrúnar & Framsóknar-stéttarfélags við Starfsmannafélagið Sókn og Félag starfsfólks í veitingahúsum árið 1998. Sigurður hafði verið formaður frá upphafi.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Ljósmynd/Þorfinnur Sigurgeirsson

Þau sem tóku sæti í stjórn ásamt Sólveigu Önnu eru Magda­lena Kwi­at­kowska hjá Café Par­is, Aðal­geir Björns­son, tækja­stjóri hjá Eim­skip, Anna Marta Mar­jan­kowska hjá Nátt­úru þrif­um, Daní­el Örn Arn­ars­son hjá Kerfi fyr­ir­tækjaþjón­ustu, Guðmund­ur Jónatan Bald­urs­son, bíl­stjóri hjá Snæ­land Gríms­son, Jamie Mcquilk­in hjá Resource In­ternati­onal ehf. og Kol­brún Val­ves­dótt­ir, starfsmaður bú­setuþjón­ustu Reykja­vík­ur­borg­ar.

Sigurður Bessason, fráfarandi formaður.
Sigurður Bessason, fráfarandi formaður. Ljósmynd/Þorfinnur Sigurgeirsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert