Fögnuðu aldarafmæli Vonar

Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar afhenti forsætisráðherra fyrsta eintakið af …
Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar afhenti forsætisráðherra fyrsta eintakið af ljóðabókinni. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Í gær voru 100 ár síðan Verkakvennafélagið Von var stofnað á Húsavík og af því tilefni stóð Framsýn stéttarfélag fyrir afmælisfagnaði  í Menningarmiðstöð Þingeyinga á Húsavík.

Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar opnaði hátíðina með stuttu ávarpi og Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar, flutti síðan ávarp þar sem hún fór yfir aðdragandann að stofnun Vonar og rakti sögu félagsins.

Björg Pétursdóttir var ein af stofnendum Vonar og á afmælisdaginn kom út ljóðabókin Tvennir tímar með ljóðum eftir hana en Framsýn gefur bókina út í samstarfi við afkomendur Bjargar.

Kvennakór Húsavíkur undir stjórn Hólmfríðar Benediktsdóttur var meðal tónlistarflytjenda á …
Kvennakór Húsavíkur undir stjórn Hólmfríðar Benediktsdóttur var meðal tónlistarflytjenda á samkomunni. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Sérstakur gestur hátíðarinnar, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, fékk afhent fyrsta eintakið og flutti hún stutt ávarp við það tækifæri auk þess sem hún las upp tvö ljóð Bjargar.

Boðið var upp á tónlistaratriði á samkomunni sem var fjölmenn og að dagskrá lokinni var opnuð ljósmyndasýning með myndum af konum við störf á tímum Verkakvennafélagsins Vonar.

Það var fjölmenni á samkomunni í gær.
Það var fjölmenni á samkomunni í gær. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert