Lindár verði verndaðar

Árnar streyma fram í Bárðardal.
Árnar streyma fram í Bárðardal. mbl.is/Sigurður Bogi

„Lindárn­ar eru afar verðmæt­ar. Úrkom­an hrip­ar niður í jarðveg­inn, vikra og hraun á ör­æf­un­um, og sprett­ur svo fram í lind­um neðar í land­inu og við há­lend­is­brún­ina,”  seg­ir Snorri Bald­urs­son full­trúi í stjórn Land­vernd­ar. „Þetta er fá­gætt á heimsvísu. Þegar vatnið renn­ur svona í gegn­um landið safn­ar það í sig nær­ing­ar­efn­um svo lindárn­ar eru rík­ar af lífi.“

Þorna upp 

Friðlýsa á helstu lindár á Íslandi vegna mik­ils nátt­úru­vernd­ar­gild­is þeirra eða tryggja með öðrum hætti að þeim verði hlíft við virkj­ana­fram­kvæmd­um. Þetta seg­ir í drög­um að álykt­un sem lögð verður fyr­ir aðal­fund Land­vernd­ar sem hald­inn verður á morg­un. Vísað er í þessu efni til Svar­tár í Bárðar­dal og Tungufljóts í Bisk­upstung­um, sem báðar stend­ur til að virkja. Þær séu á  vatns­mestu linda­svæðum Íslands og  heims­ins alls.

Snorri Baldursson líffræðingur sem situr í stjórn Landverndar.
Snorri Bald­urs­son líf­fræðing­ur sem sit­ur í stjórn Land­vernd­ar. Mbl.is/ Þórður Arn­ar Þórðar­son

Um Svar­tá seg­ir að áin hafi alþjóðlegt vernd­ar­gildi sem fugla­svæði vegna hús- og straum­and­ar og geym­ir merki­leg­an urriðastofn og njóti því vin­sælda veiðimanna. Mót­vægisaðgerðir muni vænt­an­lega ekki bjarga ánni frá því að þorna upp tíma­bundið á um þriggja kíló­metra kafla neðan stíflu sem á að reisa.

Ekk­ert má fara úr­skeiðis

Tungufljót í Árnes­sýslu er, seg­ir Land­vernd, á miklu linda­svæði og rétt við fyr­ir­hugað virkj­un­ar­svæðið er sé vatns­ból Blá­skóga­byggðar. Því megi ekk­ert fara úr­skeiðis. Virkj­un­ar­svæði séu sé ósnortið, á nátt­úru­m­inja­skrá og þar nátt­úr­leg­an birki­skóg­ur og vot­lendi. Virkj­un hafi áhrif ásýnd, lands­lag og gróður. Eigi að síður hafi Blá­skóga­byggð út fram­kvæmda­leyfi fyr­ir virkj­un­inni í fe­brú­ar síðastliðnum, en þá ákvörðun kærðu  Land­vernd og Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands.

„Í nátt­úru­vernd­ar­lög­um er heim­ild fyr­ir því að friða megi lindár og við höfðum til þess í álykt­un­ar­drög­un­um. Það er eng­in þörf á því að virkja meira eins og sak­ir standa, þar ráða skamm­tíma­sjón­ar­mið og gróðavon,“ seg­ir Snorri.

Lindá fellur fram. Á Syðri-Fjallabaksleið.
Lindá fell­ur fram. Á Syðri-Fjalla­bak­sleið. mbl.is/​Sig­urður Bogi
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert