„Lindárnar eru afar verðmætar. Úrkoman hripar niður í jarðveginn, vikra og hraun á öræfunum, og sprettur svo fram í lindum neðar í landinu og við hálendisbrúnina,” segir Snorri Baldursson fulltrúi í stjórn Landverndar. „Þetta er fágætt á heimsvísu. Þegar vatnið rennur svona í gegnum landið safnar það í sig næringarefnum svo lindárnar eru ríkar af lífi.“
Friðlýsa á helstu lindár á Íslandi vegna mikils náttúruverndargildis þeirra eða tryggja með öðrum hætti að þeim verði hlíft við virkjanaframkvæmdum. Þetta segir í drögum að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar sem haldinn verður á morgun. Vísað er í þessu efni til Svartár í Bárðardal og Tungufljóts í Biskupstungum, sem báðar stendur til að virkja. Þær séu á vatnsmestu lindasvæðum Íslands og heimsins alls.
Um Svartá segir að áin hafi alþjóðlegt verndargildi sem fuglasvæði vegna hús- og straumandar og geymir merkilegan urriðastofn og njóti því vinsælda veiðimanna. Mótvægisaðgerðir muni væntanlega ekki bjarga ánni frá því að þorna upp tímabundið á um þriggja kílómetra kafla neðan stíflu sem á að reisa.
Tungufljót í Árnessýslu er, segir Landvernd, á miklu lindasvæði og rétt við fyrirhugað virkjunarsvæðið er sé vatnsból Bláskógabyggðar. Því megi ekkert fara úrskeiðis. Virkjunarsvæði séu sé ósnortið, á náttúruminjaskrá og þar náttúrlegan birkiskógur og votlendi. Virkjun hafi áhrif ásýnd, landslag og gróður. Eigi að síður hafi Bláskógabyggð út framkvæmdaleyfi fyrir virkjuninni í febrúar síðastliðnum, en þá ákvörðun kærðu Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands.
„Í náttúruverndarlögum er heimild fyrir því að friða megi lindár og við höfðum til þess í ályktunardrögunum. Það er engin þörf á því að virkja meira eins og sakir standa, þar ráða skammtímasjónarmið og gróðavon,“ segir Snorri.