Telur réttara að Halldóra segi af sér

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra.
Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra. Árni Sæberg

Formaður félagsmálanefndar Alþingis vill að ráðherra segi af sér. En ég spyr væri ekki nær að formaður félagsmálanefndar segi af sér?“ spyr Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, á vefsíðu sinni í dag þar sem hann gagnrýnir Halldóru Mogensen, formann velferðarnefndar Alþingis, fyrir framgöngu hennar í máli Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu.

Ögmundur gagnrýnir einnig Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Björn Leví Gunnarsson, þingmenn Pírata, sem hann segir að ræði mikið um siðferði og siðareglur en þó aðallega fyrir aðra. „Þess vegna er ekki úr vegi að beina þeirri spurningu til nefndra þingmanna hvort þeir leiði aldrei hugann að eigin ábyrgð; hversu siðlegt það er að notfæra sér aðstöðu sína sem þingmenn til að koma höggi á einstaklinga og pólitíska andstæðinga sína.“

Ögmundur segir þessa spurningu sérstaklega ágenga vegna framgöngu Halldóru sem hafi kallað eftir afsögn Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra vegna málsins. „Halldóra Mogensen tilkynnir þjóðinni á föstudag að hún vilji ræða þessi viðkvæmu mál í beinni sjónvarpsútsendingu frá nefndarsviði Alþingis. Síðan kemur á daginn að þetta gerir hún án þess að hafa kynnt sér þau gögn sem eigi að ræða og nefnd hennar hafa verið aðgengileg.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka