Meiðyrðamál gegn Sigmundi Erni í Hæstarétti

Sigmundur Ernir Rúnarsson.
Sigmundur Ernir Rúnarsson. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Meiðyrðamál Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn fréttamanninum Sigmundi Erni Rúnarssyni var tekið fyrir í Hæstarétti í dag. Guðmundur höfðaði málið gegn Sigmundi og fleira fjölmiðlafólki vegna umfjöllunar hér á landi þar sem vísað var í fréttir paragvæska dagblaðsins ABC þar sem sagt var frá því að talið væri að Guðmundur væri talinn valdamikill fíkniefnasmyglari þar í landi.

Blaðamaður Stundarinnar, Atli Már Gylfason, fjallaði nánar um málefni Guðmundar í lok árs 2016 og tengdi hann meðal annars við hvarf Friðriks Kristjánssonar árið 2013. Guðmundur hefur einnig stefnt Atla og verður mál hans tekið fyrir í héraðsdómi síðar í vikunni.

Sigmundur var sýknaður af kröfu Guðmundar í héraðsdómi.

Við meðferð máls Guðmundar gegn Sigmundi í dag var fósturmóðir Friðriks viðstödd ásamt nánum fjölskyldumeðlim og Atla Má.

Í september í fyrra var greint frá því að Rúv hefði samið við Guðmund um að greiða honum bætur vegna umfjöllunar sinnar um málið. Hafði hann einnig kært stofnunina. Greiddi Rúv honum 2,5 milljónir.

Frá Hæstarétti í dag: (f.v.)Vilborg Einarsdóttir, stjúpmóðir Friðriks Kristjánssonar, náinn …
Frá Hæstarétti í dag: (f.v.)Vilborg Einarsdóttir, stjúpmóðir Friðriks Kristjánssonar, náinn fjölskyldumeðlimur og blaðamaðurinn Atli Már Gylfason.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert