Íslenska ríkið þarf að greiða Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþing banka 300 þúsund krónur, auk vaxta frá 1. desember 2016, í miskabætur. Þetta var niðurstaða í einkamáli Hreiðars, en dómur í því var kveðinn upp í hádeginu. Hreiðar höfðaði mál gegn ríkinu vegna ólögmætra hlerana og óréttlátrar málsmeðferðar og fór fram á 10 milljónir í bætur.
Höfðuð voru fimm sakamál á hendur Hreiðari Má með ákæru á grundvelli rannsókna sérstaks saksóknara, en embætti hans var lagt niður í árslok 2015. Tveimur þessara mála er lokið með sakfellingu fyrir Hæstarétti, eitt var ógilt og vísað aftur í hérað af Hæstarétti, eitt bíður meðferðar fyrir Landsrétti og eitt er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, skv. embætti héraðssaksóknara. Fjórum sinnum voru sérstökum saksóknara veittir símhlustunarúrskurðir, frá mars til maí 2010, við rannsókn málanna