Stofnun félags sem hefði með höndum stórframkvæmdir í vegamálum er í undirbúningi í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.
Að mati Sigurðar Inga Jóhannssonar ráðherra getur gjaldtaka fyrir afnot af einstaka mannvirkjum komið til greina.
Því vill hann skoða einkaframkvæmd við nýja Ölfusárbrú ofan við Selfoss, Sundabraut og fleira. Kostnaður við þetta gæti verið allt að 150 milljarðar króna og hjá lífeyrissjóðunum er áhugi á að lána fé til þessa, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.