Hafa engin raunveruleg vopn í baráttunni

Inga María segir ljósmæður ekki hafa nein raunveruleg vopn í …
Inga María segir ljósmæður ekki hafa nein raunveruleg vopn í kjarabaráttu. Ljósmynd/Aðsend

„Ljós­mæður hafa eng­in raun­veru­leg vopn í kjara­bar­áttu. Fari þær í verk­fall er sett á þær lög­bann. Neiti þær að vinna um­fram vinnu­skyldu sína er sett á þær lög­bann. Segi stór hluti upp er bara meira álag á þeim sem eft­ir standa. Í gegn­um tíðina hafa sum­ar jafn­vel þurft að vinna í verk­falli og ekki fengið greitt fyr­ir það. Semsagt unnið frítt. Þetta er ekki ýkt og þetta er ekki grín.“

Þetta skrif­ar ljós­móður­nem­inn Inga María Hlíðar Thor­stein­son á Face­book-síðu sína í dag. Hún seg­ist hafa átt að vera á launa­lausri vakt í verk­námi sínu í dag, en fékk leyfi til þess að færa vakt­ina, þar sem það sam­ræmd­ist ekki henn­ar prinsipp­um að mæta á launa­lausa vakt á sjálf­an bar­áttu­dag verka­lýðsins.

„Það er extra-slæmt að fá svona í and­litið. Ég get sagt það að ég er mjög sár. Ég upp­lifi mikið von­leysi og er mjög sár,“ seg­ir Inga.

Inga María er 26 ára göm­ul og að klára ljós­móður­námið núna í vor. Hún seg­ir að yf­ir­stand­andi kjara­bar­átta og afstaða stjórn­valda gagn­vart stétt ljós­mæðra hafa áhrif á vilja sinn til þess að gera starf ljós­móður að sínu ævi­starfi.

„Mér finnst ótrú­lega erfitt að segja það, af því að mig hef­ur alltaf langað til að vinna við þetta starf en núna er ég bara mjög hugsi yfir þessu öllu og ég fer ekki al­veg með sama huga inn í þetta starf. Ég komst ekki að því fyrr en ég byrjaði í nám­inu hvað það er rosa­lega margt sem þarf að ger­ast í þess­ari stétt. Það er að hluta til af því að við hlaup­um alltaf til og redd­um því sem þarf að redda og maður hef­ur bara séð það í sam­töl­um við fleira fólk, til dæm­is mjög marg­ir karl­menn sem ég hef talað um þetta við myndu aldrei láta þetta yfir sig ganga.“

Inga María seg­ir að í þessu sam­hengi skipti það máli að ljós­mæður séu kvenna­stétt. Þær séu ekki metn­ar að verðleik­um af þeim sök­um.

„Það er bara mín reynsla og ég neitaði að trúa því fyrst. Ég var ekki mik­il kven­rétt­inda­kona þegar ég hóf námið, alls ekki, en þegar maður er bú­inn að reyna þetta á eig­in skinni þá er ég kom­in á þá skoðun.“

Inga María er á fram­boðslista Sjálf­stæðis­flokks­ins fyr­ir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar og seg­ist hafa átt erfitt með að taka þátt í þeirri bar­áttu, vegna ástands­ins í kjara­bar­áttu ljós­mæðra.

Sendi fjár­málaráðherra bréf

En að hverju myndi Inga María vilja spyrja Bjarna Bene­dikts­son fjár­málaráðherra, formann flokks­ins sem hún er í fram­boði fyr­ir í Reykja­vík?

„Ég spyr mig hvort að hann átti sig á því og hvort að hann sé samþykk­ur því að þetta sé svona út af því að þetta sé kvenna­stétt og því sé komið svona fram við hana. Hvort að hann viður­kenni það að það sé málið.“

Hún seg­ist raun­ar hafa sent Bjarna Bene­dikts­syni bréf um dag­inn þar sem hún spurði hann út í þessi mál og fengið grein­argott svar til baka. „Ég sagði að við hefðum í raun eng­in vopn og gæt­um lítið gert,“ seg­ir Inga María.

„Hann sagði í raun­inni að eini séns­inn okk­ar í þess­ari kjara­bar­áttu væri ef önn­ur fé­lög myndu lýsa yfir stuðningi við ljós­mæður, að þær fengju launa­leiðrétt­ingu sem önn­ur fé­lög myndu þá ekki fá. Það fannst mér lýsa þessu vilja­leysi rík­is­stjórn­ar­inn­ar til að semja við okk­ur. Ég skil samt al­veg sjón­ar­mið rík­is­stjórn­ar­inn­ar mjög vel, að það fari ekki all­ir að krefjast launa­leiðrétt­inga og allt fari í vit­leysu.

En mér finnd­ist í ljósi allr­ar umræðu um kvenna­stétt­ir og launa­leiðrétt­ingu að það væri eng­in stétt bet­ur til þess fall­in að leiðrétta kjör­in en ljós­mæður. Þetta er ekki stór stétt, við höf­um gríðarlega mik­inn meðbyr og stuðning frá öðrum fé­lög­um og al­menn­ingi og ef að það er ekki hægt að byrja að leiðrétta kjör­in hjá þess­ari stétt, þá veit ég ekki hvar ætti í raun­inni að byrja.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert