Framkvæmdum við lagfæringar á Grindavíkurvegi, Borgarfjarðarvegi og Þingvallavegi verður flýtt og notaður til þess skerfur af sérstöku framlagi ríkisins til vegamála í ár.
Annars fer meginhluti fjárins til að styrkja vegi um allt land og leggja nýtt slitlag í stað þess sem skemmst hefur í vetur.
Í umfjöllun um þessi áform í Morgunblaðinu í dag segir samgönguráðherra að aukið viðhald í ár muni leiða til mikils sparnaðar í framtíðinni.