Byrjað að byggja hús fyrir hvalalaugarnar

Mjaldur er smávaxinn hvalur.
Mjaldur er smávaxinn hvalur. Wikipedia/Greg Hume

Merlin Entertainments sem undirbýr stofnun hvalaathvarfs í Vestmannaeyjum hefur hafið byggingu húss fyrir hvalalaugar við höfnina.

Þar verða mjaldrarnir tveir hafðir í sóttkví þar til þeir fara í kvíar í Klettsvík. Elliði Vignisson bæjarstjóri nefnir þetta sem dæmi um hvað mikil alvara er í verkefninu enda telur hann allar líkur á að af því verði.

Þá segir hann að búið sé að semja um flug á hvölunum frá Sjanghæ til Keflavíkurflugvallar í mars 2019. „Þetta eru væntanlega dýrustu farmiðar sem nokkur hefur keypt,“ segir Elliði í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert