Niðurstaðan gæti haft áhrif á framboð

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi að niðurstaða óháðrar úttektar á tilteknum málum á sviði barnaverndar hér á landi geti haft áhrif á framboð Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna.

Þetta kom fram í svari Katrínar við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata.

Þórhildur Sunna spurði Katrínu hvort óháða úttektin feli í sér staðfestingu á því að mál Braga og barnaverndarnefnda hafi verið í ólagi. „Ég get ekki út frá þeim fréttum sem ég hef lesið, lagt sjálfstæðan dóm á það hvort allt hafi verið hér kórrétt eða ekki rétt,“ sagði Katrín.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. mbl.is/​Hari

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Katrínu hvort einhugur ríki innan ríkisstjórnarinnar um forstjóra Barnaverndarstofu sem frambjóðanda Íslands í nefnd Sameinuðu þjóðanna.

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins. Ljósmynd/Alþingi.is

Katrín sagðist telja það skyldu sína við félags- og jafnréttismálaráðherra að láta fara fram úttekt á málavöxtum. Hún lagði áherslu á að vandað verði til verka og að farið verði yfir niðurstöðurnar þegar þær liggi fyrir.

„Ég ber fullt traust til hæstvirts félagsmálaráðherra. Það hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að hann hafi gert neitt rangt í þessu máli,“ sagði hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert