Bílstjórinn lagar skemmdirnar

Eins og sjá má er gatið stórt.
Eins og sjá má er gatið stórt. Ljósmynd/Byggðasafn Skagfirðinga

Hópferðabílstjórinn sem bakkaði á garðinn umhverfis safnlóðina svo hann féll á parti hefur haft samband og ætlar að gera við garðinn sjálfur.“ Þetta kemur fram á Facebook-síðu Byggðasafns Skagfirðinga.

Eins og greint var frá í morgun bakkaði rúta á torfvegg við Glaum­bæ í Skagaf­irði í gær. Stórt gat myndaðist og rútubílstjórinn hvarf á braut.

Hann hafði samband við Byggðasafn Skagfirðinga í morgun og ætlar sjálfur að sjá til þess að veggurinn verði lagaður.

„Þetta er fallegt hjá honum og það er gott að þetta endar vel,“ segir Sig­ríður Sig­urðardótt­ir, safn­stjóri Byggðasafns Skag­f­irðinga, við mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert