Gerði risa gat á torfvegg og ók burt

Eins og sjá má er gatið stórt.
Eins og sjá má er gatið stórt. Ljósmynd/Byggðasafn Skagfirðinga

Rúta keyrði á torfvegg við Glaumbæ í Skagafirði í gær en Byggðasafn Skagfirðinga greindi frá málinu á Facebook. Þar kemur fram að hópferðabílstjórar séu líka klaufar en bílstjóri keyrði á vegginn, skildi eftir risa gat og ók burt.

„Það er leiðinlegt þegar svona gerist og auðvitað er þetta óviljaverk en það hefði verið skemmtilegra ef bílstjórinn hefði haft samband,“ segir Sigríður Sigurðardóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga, við mbl.is. 

Hún segir að veggurinn, sem er úr torfi, sé rakur og mjúkur eftir veturinn. Það þurfi því ekki mikið til þegar stór bíll rekst í hann og ef til vill sér lítið sem ekkert á bílnum.

Veggurinn hrundi þegar rútan keyrði á hann.
Veggurinn hrundi þegar rútan keyrði á hann. Ljósmynd/Byggðasafn Skagfirðinga

„Við vitum nákvæmlega hver þetta var og hann keyrði bara í burtu og hefur ekki látið heyra í sér,“ bætir Sigríður við og segir að haft verið samband við fyrirtæki mannsins til að greiða hluta af kostnaði við viðgerð:

„Þetta er risa viðgerð sem kostar mikið, líklega um hálfa milljón með öllu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert