Jöklarnir hopa hratt og örugglega

Langjökull gæti tapað 85% af rúmmáli sínu á öldinni, gangi …
Langjökull gæti tapað 85% af rúmmáli sínu á öldinni, gangi sviðsmyndir um loftslagsbreytingar eftir. mbl.is/RAX

Flat­ar­mál ís­lenskra jökla hef­ur dreg­ist sam­an um 500 fer­kíló­metra frá síðustu alda­mót­um, eða um 0,35% á ári og gangi sviðsmynd­ir um lofts­lags­breyt­ing­ar eft­ir munu þeir halda áfram að minnka. Við lok ald­ar­inn­ar gæti Lang­jök­ull hafa tapað 85% af rúm­máli sínu en Hofs­jök­ull og syðri hluti Vatna­jök­uls um 60%. Þetta er á meðal þess sem kem­ur fram í nýrri skýrslu vís­inda­nefnd­ar um lofts­lags­breyt­ing­ar.

Skýrsl­an ber heitið Lofts­lags­breyt­ing­ar og áhrif þeirra á Íslandi og af­henti Árni Snorra­son for­stjóri Veður­stofu Íslands Guðmundi Inga Guðbrands­syni um­hverf­is- og auðlindaráðherra fyrsta ein­tak skýrsl­unn­ar við kynn­ingu henn­ar í húsa­kynn­um Veður­stof­unn­ar í dag. Skýrsl­an er sú þriðja sinn­ar teg­und­ar, en sú síðasta kom út árið 2008.

Hlýn­un gæti orðið allt að 4°C við lok ald­ar

Sam­kvæmt skýrsl­unni er lík­legt að það hlýni á land­inu fram að miðbiki ald­ar­inn­ar og á hafsvæðinu um­hverf­is það. Árin 2046-2055 gætu orðið 1.3-2.3°C hlýrri en árin 1986-2005 voru. Um­fang hlýn­unn­ar ræðst þó aðallega af því hversu mik­il los­un gróður­húsaloft­teg­unda verður, en hún gæti orðið 4°C fram til loka ald­ar­inn­ar ef los­un er mik­il.

Verði hlýn­un í sam­ræmi við þær sviðsmynd­ir sem gera ráð fyr­ir mestri los­un gróður­húsaloft­teg­unda hverfa all­ir jökl­ar á Íslandi á næstu öld­um, en skýrslu­höf­und­ar telja að Vatna­jök­ull lifi lengst, að minnsta kosti á hæstu fjallat­ind­um.

„Lík­legt er að hlýn­un­in verði meiri að vetri til en að sumri og nem­ur mun­ur­inn u.þ.b. helm­ingi af hlýn­un á árs­grund­velli. Vís­bend­ing­ar eru um að hlýn­un­in verði meiri norðan­lands en sunn­an og víða um landið verði meira en helm­ing­ur sum­ar­daga við lok ald­ar­inn­ar hlýrri en 15°C,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Að sögn skýrslu­höf­unda munu hlýrri sum­ur og lengri vaxt­ar­tími þýða að upp­skera af hverri ein­ingu rækt­ar­lands auk­ist vænt­an­lega í hefðbundn­um land­búnaði, garðyrkju og skóg­rækt og marg­ar nýj­ar rann­sókn­ir sýna að bæði ræktaðir og nátt­úru­leg­ir skóg­ar vaxi um­tals­vert bet­ur nú en fyr­ir 1990.

„Þó að hlýn­un hér á norður­slóðum fylgi al­mennt auk­in gróska þá eru einnig í nátt­úr­unni ýmis ferli sem hlýn­un og/​eða gróður­breyt­ing­ar geta magnað og haft mik­il og óvænt áhrif á bæði rækt­ar­land og útjörð. Dæmi sem eru þegar far­in að koma í ljós hér­lend­is eru auk­in tíðni skor­dýraplága, breyt­ing­ar á far­tíma og beit­ar­hegðun gæsa og álfta, og óvenju-stór­ir gróðureld­ar,“ seg­ir í skýrsl­unni. Einnig er talið að rekja megi sam­drátt í bleikju­stofn­in­um hér­lend­is til hlýn­un­ar.

Súrn­un sjáv­ar ör­ari hér en víðast hvar

Í skýrsl­unni er fjallað um súrn­un sjáv­ar, sem er miklu ör­ari hér nyrst í Atlants­hafi en að jafnaði í heims­höf­un­um. Því er lík­legt að sjór­inn hér við land hafi súrnað meira eft­ir iðnvæðingu en heims­höf­in að jafnaði. Verði ekki dregið veru­lega úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda mun súrn­un sjáv­ar halda áfram.

„Kalk­mynd­andi líf­ríki er talið einkar viðkvæmt fyr­ir áhrif­um súrn­un­ar,“ seg­ir í ágripi um súrn­un sjáv­ar og tekið fram að vegna eig­in­leika sjáv­ar og lágs sjáv­ar­hita sé kalk­mett­un­arstig í haf­inu við Ísland og í Norður­höf­um al­mennt nátt­úru­lega lágt.

Súrnun sjávar er örari nyrst í Atlantshafi en alla jafna …
Súrn­un sjáv­ar er ör­ari nyrst í Atlants­hafi en alla jafna í heims­höf­un­um. mbl.is/​RAX

„Við þess­ar aðstæður leiðir súrn­un fyrr til und­ir­mett­un­ar kalks held­ur en að jafnaði í heims­höf­un­um. Lík­legt er því að nei­kvæð áhrif súrn­un­ar á líf­ríki og vist­kerfi sjáv­ar komi fyrr fram á ís­lensk­um hafsvæðum en að jafnaði í heims­höf­un­um.“

Því er talið lík­legt að áhrif súrn­andi sjáv­ar komi fyrr fram í líf­ríki hafs­ins um­hverf­is Ísland en víðast hvar ann­arsstaðar. Varað er við því að áhrif á efna­hags­lega mik­il­væg­ar teg­und­ir í líf­rík­inu geti birst óvænt, eins og gerst hafi í ostru­rækt við Kyrra­hafs­strend­ur Norður-Am­er­íku.

Þá taka skýrslu­höf­und­ar fram að súrn­un og hlýn­un sjáv­ar geti haft áhrif á fram­leiðslu í fisk­eldi, sem er ört vax­andi at­vinnu­grein hér á landi.

Ýmis kostnaður fylgi lofts­lags­breyt­ing­um

Skýrslu­höf­und­ar segja lík­legt lofts­lags­breyt­ing­ar hafi ýms­an kostnað í för með sér fyr­ir ís­lenskt þjóðfé­lag, bæði vegna mót­vægisaðgerða og til að standa straum af aðlög­un þeirra vegna. Þá geti komið til þess að kaupa þurfi los­un­ar­heim­ild­ir, ef mark­mið um sam­drátt í los­un nást ekki.

Lofts­lags­breyt­ing­ar hafa mik­il áhrif á heimsvísu og talið er að þau muni aukast. Talið er að um nú þegar þurfi 26 millj­ón­ir manna að flytja vegna um­hverf­is­breyt­inga, s.s. flóða, þurrka og annarra nátt­úru­ham­fara. Lofts­lags­breyt­ing­ar geta því leitt til bú­ferla­flutn­inga frá þeim svæðum verst verða úti, til svæða sem standa bet­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert