Netsamfélag safnaði fyrir íslenska krikketlandsliðið

Íslenskir krikketspilarar á Víðistaðatúni í Hafnarfirði.
Íslenskir krikketspilarar á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Ljósmynd/Jón Svavarsson

Sam­fé­lag áhuga­manna um krikk­et á vefsíðunni Reddit hef­ur safnað 3.000 pund­um fyr­ir ís­lenska landsliðið í krikk­et sem spil­ar sinn fyrsta lands­leik gegn Sviss í Bretlandi í júlí.

Sam­fé­lagið, sem kall­ast r/​Cricket, er þar með orðið op­in­ber styrkt­araðili ís­lenska landsliðsins og fyr­ir­hugaðra ferðalaga þess til Bret­lands næstu tvö árin.

Fram kem­ur á vef BBC að ís­lenska krikk­et­landsliðið von­ist til að feta í fót­spor ís­lenska karla­landsliðsins í knatt­spyrnu sem komst í loka­keppni EM og sló Eng­land út í 16-liða úr­slit­um.

Alls söfnuðu 225 manns pund­un­um 3.000, eða rúm­um 300 þúsund krón­um.  

Kit Harris, sem er í stjórn Krikk­et­sam­bands Íslands, hóf söfn­un­ina á síðunni Just­gi­ving.com fyr­ir hönd landsliðsins. Einn af um 70 þúsund meðlim­um r/​Cricket á Reddit hafði í fram­hald­inu sam­band við Harris um að fé­lagið styrkti ís­lenska landsliðið.

 „Við höf­um gert ótrú­leg­an hlut, þökk sé ör­látu fólki sem lét fé af hendi rakna til þess­ar­ar söfn­un­ar,“ sögðu meðlim­ir r/​Cricket. „Núna tek­ur við svo­lítið skemmti­legt þegar við við fáum að ákveða hvaða texta við vilj­um hafa á treyj­un­um þeirra.“

Fram kem­ur á vef BBC að tvö krikk­et­fé­lög séu starf­rækt á Íslandi, eða Reykja­vík Vik­ings og Kópa­vog­ur Puff­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka