Eldurinn kviknaði út frá fartölvu

Slökkviliðið að störfum við Óðinsgötu í síðasta mánuði.
Slökkviliðið að störfum við Óðinsgötu í síðasta mánuði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eldurinn sem kom upp í kjallaraíbúð við Óðinsgötu 21. apríl kviknaði út frá fartölvu. Þetta er niðurstaða tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Að sögn Guðmundar Páls Jónssonar lögreglufulltrúa er rannsókn málsins lokið.

Talið er að tölvan hafi ofhitnað eftir að hafa legið í fatahrúgu. Ekki er vitað hver átti tölvuna.

Sá sem var handtekinn og yfirheyrður vegna eldsvoðans er laus allra mála, að sögn Guðmundar Páls.

Húsið var mannlaust þegar eldurinn kviknaði. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði fram að eldsvoðanum ítrekað haft afskipti af fólki sem hafði komið sér fyrir í húsinu. Eigendur þess höfðu meðal annars tilkynnt um hústökufólk þar.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert