Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu á Sogni í síðasta mánuði, er enn í haldi lögreglunnar í Amsterdam þar sem hann var handtekinn fyrir tæpum tveimur vikum.
Þetta staðfestir saksóknaraembættið í Hollandi í samtali við mbl.is.
Þorgils Þorgilsson, lögmaður Sindra Þórs, segir að Sindri muni koma til Íslands í dag en kveðst ekki vita hvenær það verður.
Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, vildi ekkert tjá sig um mál Sindra Þórs í samtali við blaðamann.